Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 10:29
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Leifur Garðars: Tók nokkrar umferðir fyrir liðin að lesa ÍA algjörlega
ÍA tapaði fyrir HK í gær.
ÍA tapaði fyrir HK í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Leifur Garðarsson, lýsandi á Stöð 2 Sport, ræddi um Pepsi Max-deildina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna

Rætt var um niðursveiflu Skagamanna eftir magnaða byrjun á Pepsi Max-deildinni. Viðtalið var tekið fyrir tapleik ÍA gegn HK í gær en það var fjórði tapleikur liðsins í röð þegar bikarkeppnin er tekin með.

„Skagamenn höfðu byggt svaðalega háar skýjaborgir heima hjá sér. Þeir voru bara að fara að vinna mótið og panta farseðilinn í Evrópuleiki. Svo gerðist það að þeir byrjuðu að tapa, þá finnst þeim allir á móti sér. Allir orðnir óvinir þeirra," segir Leifur.

„Þeir þurfa að halda væntingunum á ákveðnu stigi, ekki byggja það háar borgir að þú getur ekki staðið við þær og svo þegar á móti blæs þá hrynur allt. Ég kalla þetta samt ekki hrun hjá Skaganum, þeir eru með þannig leikstíl að þeir geta sópað til sín stigum."

„Skagamenn eru kannski að lenda í vandræðum í leikjunum sem þeir eiga að vinna. KR-ingar felldu þá um daginn á eigin bragði, með því að liggja til baka og loka svæðunum. Þá virtist Skaginn ekki eiga svör við því. Lið voru búin að lesa það að trufla Árna í útspörkunum og koma í veg fyrir að hann kæmi boltanum í leik. Það tók nokkrar umferðir fyrir liðin að lesa Skagann algjörlega. Það hefur gengið vel núna að loka á styrkleika þeirra," segir Leifur Garðarsson.

„Þeir þurfa að eiga fleiri vopn. Þeir þurfa að finna leiðir til að draga liðin út á völlinn. Liðið hefur hæfileikana til þess. ÍA hefur marga flotta fótboltamenn og þarf að eiga menn til skiptanna þegar það koma meiðsli til að vera í efstu hæðum í deildinni."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner