Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. júní 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Melissa Garcia í Hauka (Staðfest)
Melissa Garcia er gengin í raðir Hauka
Melissa Garcia er gengin í raðir Hauka
Mynd: Heimasíða Hauka
Knattspyrnudeild Hauka hefur styrkt kvennaliðið fyrir átökin í Lengjudeildinni en bandríski leikmaðurinn Melissa Garcia er gengin í raðir félagsins.

Garcia, sem er sóknarmaður, getur spilað í flestum stöðum fremst á vellinum en hún kemur til félagsins frá Heidelberg United FC í Ástralíu.

Hún gerði 26 mörk í 27 leikjum fyrir liðið á tímabilinu en hún hefur áður verið á mála hjá Strikers FC og LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Hún kom fyrst til landsins í byrjun júní og dvaldi í sóttkví heima hjá Jóni Birni Skúlasyni, varaformanni knattspyrnudeildar Hauka.

„Ég hef fengið mjög góðar móttökur og ég vona að ég geti hjálpað liðinu að vinna sem flesta leiki og enda á toppi deildarinnar," sagði Garcia í viðtali á heimasíðu Hauka.

Haukar gerðu jafntefli í fyrsta leik Lengjudeildarinnar en liðið mætir Fjölni á föstudag.
Athugasemdir
banner