mið 23. júní 2021 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Fjölnir gekk frá leiknum á fimm mínútna kafla
Fjölnisstúlkur upp í annað sæti.
Fjölnisstúlkur upp í annað sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 4 - 1 Hamar
1-0 Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir ('7)
2-0 Hlín Heiðarsdóttir ('8)
3-0 María Eir Magnúsdóttir ('11)
4-0 Sara Montoro ('77)
4-1 Íris Sverrisdóttir ('91, víti)

Fjölnir skellti sér upp í annað sæti 2. deildar kvenna með góðum heimasigri gegn Hamri í kvöld.

Fjölnir gekk í raun frá leiknum á fimm mínútna kafla snemma leiks. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu, Hlín Heiðarsdóttir bætti við öðru marki í næstu sókn og María Eir Magnúsdóttir gerði þriðja markið á 11. mínútu leiksins.

Staðan var 3-0 í hálfleik, en Sara Montoro gerði fjórða mark Fjölnis á 77. mínútu. Íris Sverrisdóttir minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma af vítapunktinum.

Lokatölur 4-1 og er Fjölnir þremur stigum á eftir toppliði Fjarðab/Hattar/Leiknir eftir sex leiki. Hamar er í sjötta sæti með átta stig eftir sjö leiki spilaða.
Athugasemdir
banner
banner
banner