mið 23. júní 2021 14:20
Elvar Geir Magnússon
England með hægustu sóknaruppbygginguna á EM
Hlutirnir hafa ekki verið að ganga hjá Harry Kane.
Hlutirnir hafa ekki verið að ganga hjá Harry Kane.
Mynd: EPA
Lítill sköpunarmáttur er helsta vandamál enska landsliðsins miðað við tölfræðina. England vann sinn riðil á EM alls staðar en tölfræði Opta sýnir að liðið er með hægustu sóknaruppbyggingu á mótinu. Þá hefur liðið átt þriðju fæstu skottilraunirnar að meðaltali í leik.

England gerði markalaust jafntefli við Skotland og vann hina leiki sína í riðlakeppninni 1-0. Liðið hefur haldið hreinu á mótinu en slakur sóknarleikur hefur verið tilefni til gagnrýni.

Fyrirliðinn Harry Kane varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki fundið sig á mótinu. Margir sérfræðingar seja þreytumerki á sóknarmanni Tottenham og kalla eftir því að hann verði settur á bekkinn.

Það eru aðeins Ungverjaland og Finnland sem hafa átt færri skottilraunir að meðaltali í leik en Englendingar.

„Við eigum klárlega meira inni. Það er ekki flæði í okkar sóknarleik en það koma stundir þar sem hlutirnir ganga vel," sagði Southgate þegar hann var spurður út í gagnrýnina sem enska landsliðið hefur fengið.
Athugasemdir
banner
banner
banner