Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. júní 2021 09:24
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Hjörtur á leið til Hamborgar
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er á leið til þýska B-deildarfélagsins Hamburger SV, þetta kemur fram á mbl.is.

Hjörtur er 26 ára miðvörður sem hefur leikið 22 landsleiki fyrir Ísland en hann lék virkilega vel í síðasta landsleikjaglugga.

Samningurinn við danska félagið Bröndby er runninn út og Hjörtur því frjáls ferða sinna. Hann spilaði stórt hlutverk með liðinu þegar það varð Danmerkurmeistari á liðnu tímabili.

Þrátt fyrir að Hamburger sé í B-deildinni í Þýskalandi er það engu að síður stórt félag í evrópskum fótbolta. Það hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, síðast árið 1983, og einu sinni unnið Meistaradeild Evrópu, það var einnig árið 1983.

Hjörtur verður þriðji Íslendingurinn í þýsku B-deildinni. Guðlaugur Victor Pálsson gekk í raðir Schalke í síðasta mánuði og Hólmbert Aron Friðjónsson samdi við Holsten Kiel á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner