Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. júní 2021 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styttist í að sögunni endalausu ljúki loksins
Mynd: EPA
Sagan endalausa með Jadon Sancho og Manchester United er hugsanlega að taka enda.

Manchester United er búið að hækka tilboð sitt í enska landsliðsmanninn upp í 85 milljónir evra að sögn BBC.

Þýska úrvalsdeildarfélagið Borussia Dortmund er búið að hafna einu tilboði í hinn 21 árs gamla Sancho. BBC segir það ólíklegt að nýtt tilboð United verði samþykkt en nú sé litið á það þannig að það sé svo gott sem öruggt að félagaskiptin verði kláruð - það sé svo stutt á milli félaganna. Dortmund vill 95 milljónir evra fyrir Sancho.

Sancho er núna á EM með Englandi en hann er sjálfur búinn að ná samkomulagi við United.

Sagan um Sancho og Man Utd hefur verið í gangi undanfarna 12 mánuði og er orðin frekar þreytt. Það virðist styttast í að hún klárist.
Athugasemdir
banner
banner