Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. júní 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Gat valið milli tveggja bestu liða heims
Lucy Bronze.
Lucy Bronze.
Mynd: Heimasíða Barcelona
Ein besta fótboltakona veraldar, Lucy Bronze, skrifaði á laugardag undir tveggja ára samning við Barcelona á Spáni en hún kemur á frjálsri sölu frá Manchester City.

Enski landsliðsvarnarmaðurinn er 30 ára. Hún hefur átt glæstan feril og hefur auk City spilað með Liverpool og franska félaginu Lyon.

Bronze hafnaði möguleika á því að snú aftur til Lyon, þar sem hún lék í þrjú ár.

„Ég var með tilboð frá Lyon og Barca, tveimur bestu liðum heims. Það var ekki amalegt að geta valið milli þeirra. Það gefur mér mikið sjálfstraust sem leikmaður að vita að þessi tvö sigursælu lið vildu fá mig," segir Bronze.

Barcelona vann Meistaradeildina í fyrra en tapaði fyrir Lyon í úrslitaleiknum í ár.

„Ég vildi spila erlendis aftur. Reynsla mín hjá Lyon var sú besta á ferli mínum. Að fara inn í aðra menningu og aðra reynslu, spila gegn bestu liðum heims. Að eiga möguleikann aftur á því er stórkostlegt."

Bronze á 87 landsleiki fyrir England og var valin besti kvenkyns leikmaður heims af FIFA 2020.
Athugasemdir
banner
banner