Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   sun 23. júní 2024 14:57
Sölvi Haraldsson
Ian Maatsen að ganga til liðs við Aston Villa - „Here we go!“
Mynd: Getty Images

Hollenski bakvörðurinn Ian Maatsen er á leið til Aston Villa. Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano er búinn að segja 'Here We Go!' og því stutt í að hann verði tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins.


Ian Maatsen er gengin til liðs við Aston Villa frá Chelsea. Maatsen er staddur í Þýskalandi að spila fyrir þjóð sína á Evrópumótinu. Hann kláraði læknisskoðunina í Þýskalandi.

Chelsea mun fá 37.5 milljónir punda og Omari Kellyman fyrir Ian Maatsen. Öll smáatriði samningsins sem hann mun skrifa hjá Aston Villa eru klár.

Omari Kellyman sem fer til Chelsea í skiptum er 18 ára gamall enskur framherji sem kom til Aston Villa frá Derby County. Hann á 6 leiki fyrir Aston Villa. Bæði á hann leiki í yngri landsliðum Englands og Norður Írlands.


Athugasemdir
banner
banner
banner