Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   sun 23. júní 2024 16:25
Sölvi Haraldsson
Lengjudeild kvenna: FHL vann stórt í bænum og fara á toppinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Einn leikur var spilaður í Lengjudeild kvenna í dag þegar Grindavík fékk FHL í heimsókn. Leikurinn byrjaði klukkan 14:00 en það voru gestirnir sem unnu leikinn afar sannfærandi, 6-0.


FHL-konur byrjuðu leikinn betur og tóku forystuna um miðjan fyrri hálfleik með marki frá Deja Sandoval. Þar við sat í hálfleik og FHL-konur tóku eins marks forystu inn í hálfleikinn.

Þær voru ekki lengi að tvöfalda forystuna í seinni hálfleiknum með marki frá Samantha Smith. Emma Hawkins tók þá yfir leikinn og setti þrennu á 10 mínútum og kom gestunum yfir í 5-0.

FHL-konur kláruðu svo leikinn með 6. markinu undir lok leiks frá Christu. Þær fara núna á toppinn í Lengjudeildinni en Grindavík situr í 5. sætinu.

Grindavík 0 - 6 FHL

0-1 Deja Jaylyn Sandoval ('24 )

0-2 Samantha Rose Smith ('47 )

0-3 Emma Hawkins ('61 )

0-4 Emma Hawkins ('66 )

0-5 Emma Hawkins ('75 )

0-6 Christa Björg Andrésdóttir ('84 )


Athugasemdir
banner
banner
banner