Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   sun 23. júní 2024 23:45
Fótbolti.net
Sterkasta lið 11. umferðar - Öll sóknarlína Vals
Jónatan Ingi er í Sterkasta liðinu.
Jónatan Ingi er í Sterkasta liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Marinó markvörður ÍA.
Árni Marinó markvörður ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
11. umferðin var heldur betur góð fyrir Valsmenn sem gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu 5-1 yfir Vestra á Ísafirði. Sóknarmenn Vals fóru með himinskautum og sóknarlína Hlíðarendapilta er eins og hún leggur sig í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Jónatan Ingi Jónsson var sífellt ógnandi og skoraði tvö glæsileg mörk. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen skoruðu einnig í leiknum.KR-ingar mættu með varnarleikinn að vopni og sóttu stig á Heimavöll hamingjunnar. Axel Óskar Andrésson fann sig frábærlega og var valinn maður leiksins.

Breiðabliki mistókst að komast á toppinn, liðið gerði 1-1 jafntefli gegn ÍA en Árni Marinó Einarsson í marki Skagamanna átti sannkallaðan stórleik. Höskuldur Gunnlaugsson var bestur Blika.

Fram heldur áfram að vera í frjálsu falli en KA vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn þeim bláu. Sveinn Margeir Hauksson skoraði frábært mark og Daníel Hafsteinsson kom inn af bekknum og skoraði tvívegis. Kennie Chopart skoraði bæði mörk Fram en fór svo meiddur af velli.

FH vann 3-1 sigur á Fylki. Kjartan Kári Halldórsson hefur verið hrikalega öflugur fyrir FH-inga og var meðal markaskorara. Langþráður sigur FH-inga.

Ómar Ingi Guðmundsson er að gera frábæra hluti með HK sem heldur áfram að safna stigum, þvert á allar spár. Hann er þjálfari umferðarinnar eftir 4-3 sigur gegn Stjörnunni í Kórnum. Þorsteinn Aron Antonsson var valinn maður leiksins.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
3.    Breiðablik 14 8 3 3 29 - 17 +12 27
4.    FH 14 7 3 4 26 - 23 +3 24
5.    ÍA 14 7 2 5 32 - 20 +12 23
6.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
7.    Stjarnan 14 5 2 7 25 - 29 -4 17
8.    KA 14 4 3 7 22 - 29 -7 15
9.    KR 14 3 5 6 23 - 26 -3 14
10.    HK 14 4 1 9 16 - 34 -18 13
11.    Fylkir 14 3 2 9 21 - 36 -15 11
12.    Vestri 14 3 2 9 17 - 35 -18 11
Athugasemdir
banner
banner
banner