Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 16. apríl 2024 09:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 2. umferðar - Hefur varið helming vítanna
Frederik Schram varði víti í Árbænum.
Frederik Schram varði víti í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson.
Axel Óskar Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steypustöðin heldur áfram að færa lesendum úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deildinni og hér er Sterkasta lið annarrar umferðar.

Viktor Karl Einarsson í Breiðabliki hefur verið í liðinu báðar umferðirnar en hann skoraði fyrsta mark Blika sem unnu 4-0 sigur gegn Vestra á Kópavogsvelli.

Jason Daði Svanþórsson lagði upp mark, var sífellt að ógna og þurftu Vestramenn alltaf að vera vakandi fyrir því hvar hann væri á vellinum.



Frederik Schram í Val er markvörðurinn í liði umferðarinnar en hann varði vítaspyrnu í 0-0 jafntefli gegn Fylki í Árbænum. Vísir fjallaði um það í gær að Frederik hefur varið fimm af tíu vítum sem hann hefur reynt við í Bestu deildinni.

Varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson er fulltrúi Fylkis í úrvalsliðinu. Sterkasti leikmaður umferðarinnar er Viktor Jónsson sem skoraði þrennu í 4-0 sigri ÍA gegn HK í Kórnum. Johannes Vall átti tvær stoðsendingar í leiknum.

Þjálfari umferðarinnar er Gregg Ryder hjá KR eftir frábæran 3-1 útisigur gegn Stjörnunni. Varnartröllið Axel Óskar Andrésson skoraði annað mark KR í leiknum og miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson, sem var að spila gegn sínu fyrrum félagi, var valinn maður leiksins.

Titilvörn Víkings fer af stað með tveimur sigrum en Pablo Punyed var bestur á Lambhagavellinum þar sem Íslandsmeistararnir unnu 1-0 útisigur gegn Fram.

Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark FH sem vann KA 3-2 fyrir norðan. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði fyrsta mark leiksins og er einnig í liði umferðarinnar.


Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner