Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. júlí 2019 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Butt: Manchester United er í erfðaefnum mínum
Mynd: Getty Images
Nicky Butt fékk í gær stöðuhækkun hjá Manchester United. Áður hafði hann verið yfirmaður knattspyrnuakademíu félagsins en nú sér hann um þá leikmenn sem eru að taka skrefið upp í aðalliðið og hjálpar þeim að komast í gegnum það ferli á sem bestan hátt.

Butt er harður United maður og er hluti af sögufræga gengi félagsins, Class of 92 eða 92 árganginum sem náði góðum árangri hjá félaginu.

Í viðtali eftir að stöðuhækkunin var tilkynnt kom í ljós hversu harður United maður Butt er í raun.

„United er í erfðaefnum mínum og ég er gífurlega stoltur að fá tækifæri í þessu nýja hlutverki," sagði Butt.

„Undir leiðsögn Solskjær verður sjónarmið okkar að halda áfram að búa til umhverfi sem ungir leikmenn geta blómstrað í."

„Ég hef mikla ástríðu fyrir félaginu og við sem félag höfum allt til brunns að bera til að veita ungum leikmönnum þá þjónustu sem þeir þurfa til þess að springa út hjá félaginu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner