Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. júlí 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Celtic hefur ekki trú á að Arsenal komist í Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Arsenal er á höttunum eftir Kieran Tierney, vinstri bakverði Celtic.

Arsenal hefur boðið 18 milljónir punda í Tierney auk sjö milljóna punda greiðslu sem talin er tengjast því að liðið komist í Meistaradeildina.

Samkvæmt Sky Sports News finnst Celtic það ólíklegt því félagið hefur neitað því tilboði Arsenal. Celtic hefur einnig þá skoðun að Arsenal eigi að einbeita sér að öðrum skotmörkum ef það hefur ekki efni á Tierney.

Þá greinir Sky Sports News einnig frá því að Crystal Palace vilji fá 80 milljónir punda fyrir Wilfried Zaha, sem Arsenal bauð 40 milljónir punda í á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner