Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 23. júlí 2019 12:35
Magnús Már Einarsson
ÍBV fær landsliðskonu frá Norður-Írlandi (Staðfest)
Úr leik hjá ÍBV.
Úr leik hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur samið við markvörðinn Jacqueline Burns um að leika með liðinu út tímabilið í Pepsi Max-deild kvenna.

Burns er fædd árið 1997 en hún á landsleiki að baki með Norður-Írlandi.

ÍBV steinlá 9-2 gegn Breiðabliki í síðustu viku en liðið er í áttunda sæti í Pepsi Max-deild kvenna, tveimur stigum frá falli.

Liðið mætir Keflavík í kvöld en Burns er ekki komin með leikheimild fyrir þann leik.

Hún gæti hins vegar spilað gegn Þór/KA á laugardaginn.

Jacqueline er mætt í Draumaliðsdeild Toyota!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner