þri 23. júlí 2019 22:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Valgeir hefur verið svona síðan hann var lítill - Stríðir leikmönnum og er leiðinlegur á velli
Ætlar að skora fleiri en fimm mörk á tímabilinu
Valgeir í leik gegn Breiðablik í júlí.
Valgeir í leik gegn Breiðablik í júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 16 ára Valgeir Valgeirsson hefur komið eins og stormsveipur inn í Pepsi Max-deild karla. Valgeir átti frábæran sprett þegar hann fékk vítasapyrnu í 2-0 sigri HK á FH í gærkvöldi. Valgeir verður 17 ára þann 22. september.

Arnar Björnsson spjallaði við Valgeir í dag og kom viðtal við hann í Íþróttapakka kvöldfrétta Stöð 2.

Valgeir segist sjálfur vera pirrandi á velli og markmið hans er að fara út í atvinnumennsku og að spila með A-landsliðinu.

„Ég hef mætt á æfingar og verið ótrúlega góður á æfingum. Þegar ég kom inn á í byrjun tímabils fannst mér ég standa mig vel og í kjölfarið fékk ég að byrja leiki og það hefur ekki komið mér á óvart hvernig ég hef spilað," sagði Valgeir.

„Ég hef verið svona síðan ég var lítill, að stríða leikmönnum og vera leiðinlegi maðurinn á vellinum. Þú nærð ekki langt í fótbolta nema vera aðeins pirrandi á velli."

„Markmiðið er að ná út í atvinnumennsku og vera í landsliðinu í framtíðinni."

„Það eru nokkur félög að sýna áhuga og Anderlecht hefur sýnt hvað mestan áhuga. Umboðsmaðurinn sér um þessi mál."

„Það er mjög gaman í HK og mikil stemning í klefanum."

„Ég setti mér markmið eftir markið gegn ÍA að skora yfir fimm mörk í sumar og ég stefni á það."
Viðtalið sem birt var á Vísi má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner