Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júlí 2020 21:08
Magnús Már Einarsson
Pepsi Max-deildin: Valur á toppinn - Jafnt hjá Gróttu og Víkingi
Kristinn Freyr var á skotskónum í fyrsta heimasigri Vals.
Kristinn Freyr var á skotskónum í fyrsta heimasigri Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn hoppuðu upp í toppsæti Pepsi Max-deildarinnar, á betri markatölu en KR, með 3-0 sigri á Fylki á heimavelli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals á Origo-vellinum í sumar í fjórða heimaleik liðsins.

Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir á 13. mínútu eftir að hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson átti sendingu út í teiginn.

Sebastian Hedlund bætti við marki fyrir leikhlé eftir hornspyrnu frá Sigurði Agli Lárussyni sem kom inn í liðið fyrir Kaj Leó í Bartalsstovu í dag.

Sigurður Egill skoraði þriðja markið í lokin úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Orri Svein Stefánsson braut á Aroni Bjarnasyni.

Valur er með 16 stig á toppnum líkt og KR en Fylkismenn eru áfram með 12 stig í fimmt asæti.

Grótta og Víkingur R. skildu jöfn 1-1 á Seltjarnarnesinu. Heimamenn fengu draumabyrjun þegar Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði með skalla í slána og inn eftir hornspyrnu strax á annarri mínútu. Annað mark hans eftir hornspyrnu í sumar.

Víkingur jafnaði fljótlega í síðari hálfleikinn þegar Atli Hrafn Andrason skoraði með flugskalla eftir að Davíð Örn Atlason átti fyrirgjöf. Víkingar sóttu meira það sem eftir var og gerðu tilkall til vítaspyrnu en fengu ekki. Lokatölur 1-1.

Víkingur er eftir leikinn í 4. sæti með 12 stig en Grótta er með 5 stig í 11. sætinu.

Valur 3 - 0 Fylkir
1-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('13 )
2-0 Sebastian Starke Hedlund ('38 )
3-0 Sigurður Egill Lárusson ('90, víti)
Smelltu hér til að sjá textalýsingu

Grótta 1 - 1 Víkingur R.
1-0 Karl Friðleifur Gunnarsson ('2 )
1-1 Atli Hrafn Andrason ('54 )
Smelltu hér til að sjá textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner
banner