Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 23. júlí 2024 17:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára fór í myndatöku vegna meiðsla - Er ÍA að fá leikmannn?
Arnór Smárason glímir við meiðsli.
Arnór Smárason glímir við meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti atygli í gær að Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, kom ekki við sögu í leik liðsins gegn FH. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði frá því í viðtali eftir leik að Arnór væri á leið í myndatöku.

Hann fór í myndatöku vegna mögulegs kviðslits í dag og fær líklega niðurstöðu úr því á næstunni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍA

Rúnar Már Sigurjónsson glímir sömuleiðis við meiðsli. Hann var í liðsstjórninni í gær.

„Hann er að jafna sig á meiðslum aftan í læri og það styttist í hann," sagði Jón Þór.

Þjálfarinn var svo spurður út í markaðinn, er ÍA eitthvað að skoða?

„Við erum að skoða málin, alltaf að skoða og leitast eftir því að styrkja félagið og hópinn til framtíðar. Ég á von á því að það verðir einhverjar fréttir hjá okkur í vikunni," sagði Jón Þór. Áhugavert svar hjá þjálfaranum og verður að spennandi að fylgjast með hvað gerist í leikmannamálum ÍA.
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner