Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fös 23. ágúst 2019 20:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðni Eiríks: Skelfilegt að lenda 0-5 undir gegn Haukum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega sárt að þetta skuli vera niðurstaðan. Með ólíkindum að við fáum okkur fjögur mörk á einhverjum tíu mínútum, örugglega heimsmet," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-5 tap gegn Haukum í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 - 5 Haukar.

„Þær skoruðu fjögur úr fimm sóknum og brekkan var brött eftir það. Skelfilegt að fá svo líka fimmta markið á sig og það á móti Haukum, mjög þungt, erfitt að vera FH-ingur í dag."

„Ég hugsaði bara hvað er ég að horfa upp á, þetta var með ólíkindum. Þetta er stundum svona í fótbolta. Mögulega hátt spennustig."

„Mér fannst það liggja í loftinu, okkur vantaði fjórða markið sem kom ekki og því fór sem fór."

„Þetta tap skyggir ekki á frábært tímabil FH-liðsins og breytir ekki okkar markmiðum. Það er bara hörkuleikur næst þegar við mætum (toppliði) Þróttara."

Guðni var að lokum spurður út í stuðninginn sem liðið hans fékk frá stúkunni í kvöld en ansi góð stemning myndaðist í Krikanum í kvöld.

„Mér finnst þetta bara frábært. Verið stígandi hjá stuðningsmönnum FH og ómetanlegt að sjá hversu margir sýna liðinu áhuga og þannig á þetta að vera."

„FH er klúbbur sem á að sýna gæði beggja meginn við, bæði hvað varðar frammistöðu inn á vellinum sem og upp í stúku. FH sýndi það í dag að með góðri umgjörð er vel hægt að búa til stemningu í kringum kvennaleiki."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner