Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
banner
   fös 23. ágúst 2019 20:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðni Eiríks: Skelfilegt að lenda 0-5 undir gegn Haukum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega sárt að þetta skuli vera niðurstaðan. Með ólíkindum að við fáum okkur fjögur mörk á einhverjum tíu mínútum, örugglega heimsmet," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-5 tap gegn Haukum í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 - 5 Haukar.

„Þær skoruðu fjögur úr fimm sóknum og brekkan var brött eftir það. Skelfilegt að fá svo líka fimmta markið á sig og það á móti Haukum, mjög þungt, erfitt að vera FH-ingur í dag."

„Ég hugsaði bara hvað er ég að horfa upp á, þetta var með ólíkindum. Þetta er stundum svona í fótbolta. Mögulega hátt spennustig."

„Mér fannst það liggja í loftinu, okkur vantaði fjórða markið sem kom ekki og því fór sem fór."

„Þetta tap skyggir ekki á frábært tímabil FH-liðsins og breytir ekki okkar markmiðum. Það er bara hörkuleikur næst þegar við mætum (toppliði) Þróttara."

Guðni var að lokum spurður út í stuðninginn sem liðið hans fékk frá stúkunni í kvöld en ansi góð stemning myndaðist í Krikanum í kvöld.

„Mér finnst þetta bara frábært. Verið stígandi hjá stuðningsmönnum FH og ómetanlegt að sjá hversu margir sýna liðinu áhuga og þannig á þetta að vera."

„FH er klúbbur sem á að sýna gæði beggja meginn við, bæði hvað varðar frammistöðu inn á vellinum sem og upp í stúku. FH sýndi það í dag að með góðri umgjörð er vel hægt að búa til stemningu í kringum kvennaleiki."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner