Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   fös 23. ágúst 2019 20:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðni Eiríks: Skelfilegt að lenda 0-5 undir gegn Haukum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega sárt að þetta skuli vera niðurstaðan. Með ólíkindum að við fáum okkur fjögur mörk á einhverjum tíu mínútum, örugglega heimsmet," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-5 tap gegn Haukum í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 - 5 Haukar.

„Þær skoruðu fjögur úr fimm sóknum og brekkan var brött eftir það. Skelfilegt að fá svo líka fimmta markið á sig og það á móti Haukum, mjög þungt, erfitt að vera FH-ingur í dag."

„Ég hugsaði bara hvað er ég að horfa upp á, þetta var með ólíkindum. Þetta er stundum svona í fótbolta. Mögulega hátt spennustig."

„Mér fannst það liggja í loftinu, okkur vantaði fjórða markið sem kom ekki og því fór sem fór."

„Þetta tap skyggir ekki á frábært tímabil FH-liðsins og breytir ekki okkar markmiðum. Það er bara hörkuleikur næst þegar við mætum (toppliði) Þróttara."

Guðni var að lokum spurður út í stuðninginn sem liðið hans fékk frá stúkunni í kvöld en ansi góð stemning myndaðist í Krikanum í kvöld.

„Mér finnst þetta bara frábært. Verið stígandi hjá stuðningsmönnum FH og ómetanlegt að sjá hversu margir sýna liðinu áhuga og þannig á þetta að vera."

„FH er klúbbur sem á að sýna gæði beggja meginn við, bæði hvað varðar frammistöðu inn á vellinum sem og upp í stúku. FH sýndi það í dag að með góðri umgjörð er vel hægt að búa til stemningu í kringum kvennaleiki."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner