„Hún var mjög góð miðað við aðstæður," sagði Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis F., um frammistöðuna í 2-0 tapi gegn Þór í dag.
Leikurinn var í lokaumferð Inkasso-deildarinnar, en það er orðið nokkuð langt síðan Leiknir féll úr deildinni. Þeir munu spila í 2. deild á næsta leiktímabili eftir frekar dapurt sumar.
„Við ætluðum að gera betur fyrir framan stuðningsmennina okkar í síðasta leik okkar í Inkasso-deildinni í bili, en þetta var mjög erfitt fyrir okkur eftir að við fengum á okkur rauða spjaldið."
Leikurinn var í lokaumferð Inkasso-deildarinnar, en það er orðið nokkuð langt síðan Leiknir féll úr deildinni. Þeir munu spila í 2. deild á næsta leiktímabili eftir frekar dapurt sumar.
„Við ætluðum að gera betur fyrir framan stuðningsmennina okkar í síðasta leik okkar í Inkasso-deildinni í bili, en þetta var mjög erfitt fyrir okkur eftir að við fengum á okkur rauða spjaldið."
Lestu um leikinn: Leiknir F. 0 - 3 Þór
Viðar var síðan spurður út í tímabilið í heild sinni. Hvernig lítur það við honum?
„Frammistaðan framan af var ágæt og svo lendum við í því að vinna ekki fótboltaleik í 11 umferðir í röð. Það er fáránlega erfitt og leiðinlegt að vera í þeirri stöðu."
„Auðvitað er það vonbrigði að halda sér ekki í deildinni, en við vorum einfaldlega ekki nægilega góðir."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir