Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 23. september 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Azpilicueta: Maður verður bara að venjast VAR
Cesar Azpilicueta fagnaði vel og innilega
Cesar Azpilicueta fagnaði vel og innilega
Mynd: Getty Images
Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, var vonsvikinn eftir 2-1 tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Trent Alexander-Arnold kom Liverpool yfir með marki úr aukaspyrnu en Azpilicueta kom boltanum í netið á 26. mínútu. Hann fagnaði af innlifun en það var síðar dæmt af þar sem Mason Mount var rangstæður í aðdragandanum. Roberto Firmino skoraði mark tveimur mínútum síðar og hafði það mikil áhrif.

„Ég var í teignum og tók ákvörðun. Ég hélt að þetta væri ekki rangstæða því þetta var ekki augljós rangstaða. Það eru viss vonbrigði með VAR því þetta var mögulegur vendipunktur leiksins að jafna í 1-1 en svo fáum við annað mark í andlitið," sagði Azpilicueta.

„ Við erum að venjast VAR með hverjum deginum en ég meina hvað getur maður gert? Maður verður að fagna markinu þó að það sé möguleiki á því að það verði dæmt af. Við verðum bara að venjast þessu og taka þessu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner