Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fös 23. september 2022 11:41
Elvar Geir Magnússon
Annað áfall fyrir Aston Villa - Kamara missir væntanlega af HM
Boubacar Kamara, miðjumaður Aston Villa, verður væntanlega frá í um tvo mánuði vegna meiðsla í hné. Meiðslin setja mögulega þáttöku hans á HM í hættu.

Franski landsliðsmaðurinn hefur verið einn besti leikmaður Villa síðan hann kom á frjálsri sölu frá Marseille. Hann meiddist í 1-0 sigri gegn Southampton síðasta föstudag.

Kamara er með þrjá landsleiki fyrir Frakkland og hafði verið valinn í landsliðshópinn fyrir þennan glugga, áður en hann meiddist.

HM í Katar hefst í nóvember.

Þetta er annað áfall fyrir Aston Villa. Áður hafði Diego Carlos, varnarmaður sem kom frá Sevilla á 26 milljónir punda í júní, meiðst illa í leik gegn Everton í ágúst og verður lengi frá. Þá er Lucas Digne á meiðslalistanum eftir ökklameiðsli í leiknum gegn Southampton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner