Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 23. september 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Saint-Maximin númer 97: „Er þetta þyngdin hans?"
Saint-Maximin, 26 ára, kom að 34 mörkum í 124 leikjum hjá Newcastle.
Saint-Maximin, 26 ára, kom að 34 mörkum í 124 leikjum hjá Newcastle.
Mynd: EPA

Allan Saint-Maximin, fyrrum leikmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni skipti yfir til Al-Ahli í Sádí-Arabíu í sumar.


Hann er aðeins búinn að skora eitt mark og gefa tvær stoðsendingar í sjö leikjum á sínu nýja félagi og lék fyrstu 65 mínúturnar í 4-3 tapi í stórleik gegn Al-Nassr í gær.

Í útsendingu frá leiknum í Sádí-Arabíu gerði einn lýsandinn grín að útliti Saint-Maximin, þar sem honum líður ekki eins og leikmaðurinn sé í þeirri kjörþyngd sem sæmir atvinnumanni í fótbolta á ofurlaunum.

„Maximin, leikmaður númer 97. Er þetta treyjunúmerið þitt eða er þetta þyngdin þín?" spurði lýsandinn í miðri útsendingu.

Saint-Maximin er snöggur og knár kantmaður sem reiðir sig mikið á sprengikraft og tæknilega getu til að leika á mótherja sína úti á vængnum og skora eða búa til mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner