Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   lau 23. september 2023 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Verratti fékk svakalegt högg í fyrsta leik - Aron ekki með
Mynd: Getty Images
Marco Verratti spilaði í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Al-Arabi í Katar, en hann kom á dögunum frá Paris Saint-Germain.

Verratti var keyptur til félagsins fyrir 45 milljónir evra eftir að hafa eytt síðustu ellefu árum í Frakklandi.

Ítalinn var í byrjunarliði Al-Arabi í 1-0 tapi gegn Al Rayyan í stjörnudeildinni í Katar og fékk þokkalegt högg í leiknum er varnarmaður Al Rayyan sparkaði í andlit hans.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var fjarri góðu gamni, en hann hefur ekkert spilað með liðinu á leiktíðinni og var þá ekki með í síðasta landsliðsverkefni.

Al Arabi er í 7. sæti deildarinnar með aðeins 3 stig eftir fyrstu fjóra leikina.


Athugasemdir
banner
banner
banner