Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. október 2019 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Böddi löpp: Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðu mála
Böðvar fyrir leik Jagiellonia.
Böðvar fyrir leik Jagiellonia.
Mynd: Böðvar Böðvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Böðvar í leik með FH árið 2017.
Böðvar í leik með FH árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Böðvar Böðvarsson er á mála hjá Jagiellonia Bialystok í pólsku Ekstraklasa, efstu deild í Póllandi. Böðvar gekk í raðir félagsins frá uppeldisfélagi sínu, FH, í febrúar í fyrra.

Böðvar lék tvo leiki með félaginu fyrsta hálfa tímabilið en á síðustu leiktíð vann hann sig inn í liðið þegar leið á tímabilið og lék alls sextán leiki með félaginu. Á þessari leiktíð hefur Böðvar fengið minna að spila og ákvað Fótbolti.net að hafa samband við Böðvar og fara yfir stöðu mála.

Hefur áhyggjur af stöðu mála
Böðvar var spurður út í byrjunina á leiktíðinni sem nú er í gangi. Böðvar hefur ekki fengið mörg tækifæri en hann fékk þó tvo leiki í röð snemma á leiktíðinni en missti svo sæti sitt.

„Ég sá það frekar snemma á undirbúningstímabilinu að ég var númer tvö í röðinni sem kom mér töluvert á óvart eftir að það gekk vel eftir áramót hjá mér persónulega. Við byrjum tímabilið ekkert alltof vel í fyrstu tveimur leikjunum (einn sigur og eitt tap)."

„Ég kem inn og fæ tækifæri í 3. og 4. umferð. Að mínu mati gekk mér ágætlega í þeim leikjum, að mati þjálfarans hefur svo ekki verið."

„Ég dett úr liðinu í kjölfrarið og togna svo í nára í varaliðsleik seint í ágúst og er frá í mánuð. Ég hef ekki fengið sénsinn eftir það og ég viðurkenni að ég hef töluverðar áhyggjur af stöðu mála."


Fékk tækifærið þegar kantmaður meiddist á síðustu leiktíð
Böðvar kemur inn á að honum hefði komið á óvart að vera númer tvö í röðinni eftir gott tímabil í fyrra. Böðvar var spurður hvort breytingar hefðu orðið í leikmannahópnum í sinni stöðu.

„Ég fæ sénsinn á síðasta tímabili þegar vængmaður hjá okkur fótbrotnar og þá færðu þeir (þjálfararnir) vinstri bakvörðinn á vænginn og mig í bakvörðinn. Núna er staðan þannig að við erum með einhverja 5-6 vængmenn og reglurnar í pólsku deildinni eru þannig að lið verða að spila með einn pólskan leikmann sem er gjaldgengur í U21 landsliðið. Það er kantmaður svo vinstri bakvörðurinn var færður aftur niður. Breiddin er það mikil núna á kantinum að ég sé ekki fram á að þeir færi bakvörðinn upp aftur."

Hefur bara haldið kjafti
Böðvar var spurður hvort að hefði komið til greina að færa sig um set í sumar og hvort komi til greina að færa sig um set og leita annað. Böðvar segist vel koma til greina að breyta til ef staða hans breytist ekki hjá Jagiellonia.

„Ég hafði ágætis möguleika á að færa mig um set í sumar. Þá var ég ekki til sölu samkvæmt klúbbnum, ég pressaði ekki neitt á að fara enda langaði mér að taka að minnsta kosti eitt fullt tímabil sem byrjunarliðsmaður hér og taka síðan stöðuna þar sem að mér líður vel hjá klúbbnum og í borginni."

„Í grunninn snýst þetta um að spila og það er það eina sem mér langar eins og staðan er núna. Ég hef ekki rætt stöðu mína við neinn heldur bara æft og haldið kjafti en ef staðan verður óbreytt í byrjun desember mun ég og umboðsmaður minn reyna að finna lausn sem hentar báðum aðilum."


Draumurinn að spila með landsliðinu
Böðvar var spurður hvort að hann hefði augastað á sæti í íslenska landsliðinu og hvort að ákvörðun verði tekin með landsliðið í huga. Böðvar á að baki fimm A-landsliðsleiki.

„Landsliðið er draumurinn og er markmið mitt að vera þar fyrr en síðar. Landsliðið er í mjög góðum málum með Ara (Frey Skúlason) og Hörð (Björgvin Magnússon) og ef ég ætla einhvern tímann að setja pressu á þá verð ég að spila einhverja leiki sem byrjunarliðsmaður."

„Möguleikinn að spila með landsliðinu er stór hluti af þeirri ákvörðun sem ég mun taka með framtíðina í desember."


Ekki áhugi á að spila á Íslandi á þessum tímapunkti
Böðvar var að spurður hvort eitthvað íslenskt félag hafi haft samband við sig og rætt möguleg félagaskipti. Þá var hann að lokum spurður út í samningsstöðu sína hjá félaginu.

„Ekkert íslenskt félag hefur haft samband í sambandi við mín félagsskipti, enda hef ég ekki áhuga á því að spila á Íslandi aftur alveg strax. Mínir menn í FH heyra oft í mér en aldrei varðandi félagaskipti og þó ég hafi verið orðaður við Val þá eru ég og Heimir í reglulegu sambandi en það hefur aldrei verið tengt neinum félagsskiptum."

„Í janúar á ég 18 mánuði eftir af samningi mínum þannig þetta er ekki bara í mínum höndum hvað gerist."


Sjá einnig: Miðjan - Böddi löpp um erfiða tíma hjá fjölskyldunni, sigrana og vonbrigðin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner