Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir | Mbl.is 
Æfingahópur Vals tvískiptur fyrir Meistaradeildarleikinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur mætir HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildarinnar þann 3. eða 4. nóvember - eftir tæpar tvær vikur. Eins og flestir vita hefur mótahald legið niðri að undanförnu og hefur ekki verið leikið síðan í upphafi mánaðar. Margir leikmenn Vals munu því leika sinn fyrsta leik í heilan mánuð þegar HJK mætir á Hlíðarenda.

Valur hefur fengið leyfi frá helbrigðisyfirvöldum til að leikurinn fari fram eins og fram kom á mbl.is í gær. Valur þarf að tilkynna fyrir klukkan 10:00 í dag hvort leikurinn fari fram 3. eða 4. nóvember.

Íslenska kvennalandsliðið mætir sænska liðinu á þriðjudag og sjö leikmenn Vals eru í landsliðshópnum. Í kjölfarið halda leikmenn heim á lið og leikmenn Vals fara í undirbúning fyrir Meistaradeildarleikinn. Líklega þurfa þessir sjö landsliðsmenn að æfa saman fram að leiknum en leikmenn hafa hingað til þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir keppni erlendis.

„Landsliðið er úti og þær [leikmenn] koma ekki heim fyrr en 28. eða 29. október og þá þurfa þær hugsanlega í sóttkví. Ég er ekki viss um að við getum æft neitt saman fyrir þennan leik. Þetta er staðan og við tökum á þessu eins og þetta er. Við förum eftir þeim reglum sem settar eru og hvað við megum gera. Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur," sagði Pétur Pétursson í Sportpakkanum í gærkvöldi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner