Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. október 2020 13:36
Elvar Geir Magnússon
Bjarni Ólafur hyggst spila á næsta ári
Bjarni Ólafur Eiríksson.
Bjarni Ólafur Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þó varnarmaðurinn reynslumikli Bjarni Ólafur Eiríksson hafi yfirgefið ÍBV hefur hann ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna.

Þetta staðfesti Bjarni við Fótbolta.net en Bjarni yfirgaf Val fyrir tímabilið og gekk í raðir ÍBV

„Ég hef spilað allar mínútur með ÍBV og finnst leiðinlegt að liðið nái ekki því markmiði að komast á þann stað þar sem það á heima," segir Bjarni sem er orðinn 38 ára.

ÍBV var spáð upp úr Lengjudeildinni en þegar tveimur umferðum er ólokið er ljóst að markmiðið um að komast upp næst ekki.

„Ég ætla mér að halda áfram í boltanum enda fátt skemmtilegra að spila leikinn fallega. Ég naut mín vel hjá ÍBV, fjölskyldan kom með og naut sín vel á eyjunum. Ég óska ÍBV alls hins besta," segir Bjarni.

Bjarni á að baki 21 A-landsleiki en hann var valinn í úrvalslið áratugarins í efstu deild karla í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner