Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 21:09
Brynjar Ingi Erluson
England: Bamford skoraði þrennu í öruggum sigri á Villa
Patrick Bamford skoraði þrennu fyrir Leeds
Patrick Bamford skoraði þrennu fyrir Leeds
Mynd: Getty Images
Aston Villa 0 - 3 Leeds
0-1 Patrick Bamford ('55 )
0-2 Patrick Bamford ('67 )
0-3 Patrick Bamford ('74 )

Leeds er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Aston Villa í kvöld en Patrick Bamford skoraði öll mörk Leeds í leiknum.

Gestirnir byrjuðu betur og fékk Bamford gott tækifæri til að skora strax á 4. mínútu en Bamford skallaði rétt framhjá.

Pascal Strujik fékk að líta gula spjaldið snemma leiks og var síðan nálægt því að fá rautt spjald stuttu síðar. Marcelo Bielsa tók því enga áhættu og skipti honum af velli fyrir Jamie Shackleton.

Jack Grealish var nálægt því að koma Villa yfir fimm mínútum síðar en Luke Ayling bjargaði frá honum á línu. Bamford fékk þá annað tækifæri fyrir Leeds undir lok fyrri hálfleiks en það gekk ekki eftir en hann átti þó eftir að bæta upp fyrir það í þeim síðari.

Hann kom Leeds yfir á 55. mínútu. Emiliano Martinez varði skot frá Rodrigo og barst boltinn á Bamford sem skoraði örugglega og aðeins tólf mínútum síðar var Bamford búinn að bæta við öðru.

Hann tók þá gott skot vinstri fótar skot efst upp í hornið og óverjandi fyrir Martinez. Hann fullkomnaði þrennu sína á 74. mínútu eftir sendingu frá Helder Costa.

Lokatölur 3-0 fyrir Leeds sem er í 3. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan Villa er í 2. sæti með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner