Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. október 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Fjalla um öfluga tölfræði Axels hjá Viking
Axel Óskar Andrésson
Axel Óskar Andrésson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Axel Óskar Andrésson, miðvörður Viking, er í löngu viðtali hjá Dagavisen í Noregi í dag. Þar er fjallað um tölfræði hans með Viking en liðinu hefur gengið afar vel í þeim leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu í.

Tölfræði með Axel í byrjunarliðinu
Sigrar - 14
jafntefli - 2
Töp - 4

Axel kom til Viking á láni frá Reading fyrir tveimur árum og hjálpaði liðinu aftur upp í norsku úrvalsdeildina. Viking keypti Axel í kjölfarið en hann sleit krossband í fyrstu umferð í norsku úrvalsdeildinni í fyrra.

Axel sneri aftur eftir meiðslin í sumar og að undanförnu hefur hann náð að vinna sér sæti í vörn Viking á nýjan leik.

Í viðtalinu var hann spurður að því hvort hann sé orðinn 100% klár. „Líkamlega er ég það. Ég get samt bætt tímasetningar í leikjum og annað. Andlega líka. Það er sagt að það taki heilt tímabil að vera þú sjálfur eftir hnémeiðsli. Ég ætla að byggja ofan á þetta," sagði Axel.

Samúel Kári Friðjónsson kom aftur til Viking á dögunum og Axel fagnar því.

„Það er stórkostlegt að Samúel Friðjónsson sé kominn aftur til Viking. Hann er besti liðsfélagi minn. Við ólumst saman upp hjá Reading og höfum verið saman í yngri landsliðunum. Við náðum bara 13 mínútum saman inni á vellinum í fyrra áður en ég meiddist," sagði Axel.
Athugasemdir
banner
banner
banner