Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. október 2020 11:42
Magnús Már Einarsson
Ísland og Færeyjar mega ekki mætast í undankeppni HM
Ísland í styrkleikaflokki 2 eða 3
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið verður í undankeppnina í Evrópu fyrir HM 2022 þann 7. desember næstkomandi í höfuðstöðvum FIFA í Zurich. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári en leikið verður frá mars og þar til í nóvember.

Ísland og Færeyjar geta ekki verið saman í riðli í undankeppninni að þessu sinni þar sem veðuraðstæður þýða að hvorug þjóðin getur boðið upp á heimaleiki í mars og nóvember. FIFA telur að Ísland geti ekki spilað á Laugardalsvelli á þessum árstíma.

Þá er ljóst að Ísland verðu einungis með einni af eftirtöldum þjóðum í riðli sökum langra ferðalaga: Aserbaídsjan, Armenía, Kýpur, Georgía, Ísrael og Kasakstan.

Ísland verður í styrkleikaflokki 2 eða 3 í drættinum en það ræðst á næsta heimslista sem kemur út eftir landsleikina í nóvember.

Tíu lið eru í hverjum flokki og eins og staðan er núna er Ísland í 22. sæti yfir Evrópuþjóðir á heimslistanum og yrði þá í þriðja flokki en einungis tvö og þrjú sæti eru í Írland og Slóvakíu á heimslistanum og því gæti Ísland komist upp í 2. flokk með hagstæðum úrslitum í næsta mánuði.

Fyrirkomulag undankeppninnar - Tekið af vef KSÍ
Evrópa á 13 sæti í úrslitakeppni HM 2022, sem fram fer í Katar. Í undankeppninni er 55 þjóðum skipt í 6 styrkleikaflokka og við flokkunina verður litið til stöðunnar á styrkleikalista FIFA sem gefinn verður út þann 26. nóvember. Tíu lið verða í fyrstu fimm styrkleikaflokkunum og fimm lið í þeim sjötta. Þessi lið skiptast í 10 riðla - Fimm 6 liða riðlar og fimm 5 liða riðlar. Leikið verður heima og heiman eins og venja er, frá mars 2021 til nóvember 2021.

Efsta lið hvers riðils kemst beint í lokakeppnina í Katar, en liðin í öðru sæti hvers riðils fara í umspil. Við umspilið bætast tvö lið með bestan árangur í Þjóðadeild UEFA, önnur en þau sem hafa þá þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni eða umspilinu með því að hafna í öðru af tveimur sætum síns riðils í undankeppni HM. Liðin 12 í umspilinu leika í útsláttarkeppni þar til 3 lið standa eftir, sem komast þannig í lokakeppnina.
Athugasemdir
banner
banner