Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 11:04
Magnús Már Einarsson
Framtaki Rashford hrósað - „Þvílíkur maður og fyrirmynd"
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, framherji Manchester United, hefur látið mikið til sín taka í ensku samfélagi á þessu ári. Rashford hefur hjálpað til við að láta börn sem minna mega sín fá fríar máltíðir í skólum. Rashford hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt og hann fékk meðal annars MBE orðu frá drottningunni.

Vetrarfrí er í skólum í Englandi en með hjálp frá Rashford hefur fjöldi samtaka, einstaklinga og fyrirtækja séð til þess að börn úti um allt England eru að fá fríar máltíðir meðan frí er í skólunum.

Rashford deilir fréttum af þessu á Twitter síðu sinni í dag en hann hefur fengið mikið og verðskuldað hrós fyrir. Rashford hefur tileinkað sig þessu málefni þar sem hann upplifði sjálfur fátækt í æsku.

„Þegar ég var að alast upp vann móðir mín allan daginn til að tryggja að ég gæti allavega borðað kvöldmat. Ég þurfti að reiða mig á matargjafir og skólamáltíðir á venjulegum degi, annars hefði ég aldrei fengið að borða fyrr en klukkan 8 eða 9 á kvöldin. Það eru ekki öll börn jafn heppin og ég var að fá kvöldverð á hverju kvöldi," sagði Rashford á sínum tíma.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner