Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 23. nóvember 2020 14:58
Elvar Geir Magnússon
Hendrickx á leið í KA?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Jonathan Hendrickx er orðaður við endurkomu í íslenska boltann en sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson segir frá því á Twitter að samkvæmt sínum heimildum fari hann til KA.

Hendrickx, sem verður 27 ára í desember, lék með Breiðabliki 2018 og fyrri hluta tímabils 2019 áður en hann hélt heim til Belgíu og gekk í raðir Lommel.

Hendrickx er fyrrum leikmaður FH og hafa verið sögusagnir í gangi um mögulega endurkomu hans í Kaplakrikann. Miðað við skrif Gumma Ben virðist hann þó á leið norður á Akureyri.

KA hafnaði í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar á liðnu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner