Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   mán 23. nóvember 2020 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Katrín verður Jóhannesi Karli til aðstoðar hjá KR
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir verður nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR en knattspyrnudeild félagsins tilkynnti þetta í dag.

Katrín er 33 ára gömul og uppalin í KR en hún spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið árið 2001.

Hún hefur einnig leikið með félögum á borð við Liverpool, Doncaster, Kristianstad og Orange CW. Hún hefur þá spilað 69 A-landsleiki og skorað 10 mörk í þeim.

Katrín tekur við keflinu sem aðstoðarþjálfari KR-inga og mun því starfa við hlið Jóhannesar Karls Sigursteinssonar á komandi leiktíð.

KR lenti í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili og mun því spila í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Athugasemdir
banner
banner