Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. nóvember 2021 16:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Man Utd á Spáni: Bruno bekkjaður
Mynd: EPA
Manchester United mætir Villarreal í Meistaradeild Evrópu í Villareal í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og er í beinni á ViaPlay.

Michael Carrick stýrir liði Manchester United til bráðabirgða eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn og leit stendur yfir að næsta stjóra liðsins.

Carrick gerir fjórar breytingar á liðinu sem tapaði 4-1 gegn Watford á laugardag. Alex Telles, Fred, Donny van de Beek og Anthony Martial koma inn í liðið.

Luke Shaw glímir við meiðsli og þeir Nemanja Matic, Marcus Rashford og Bruno Fernandes taka sér sæti á bekknum.

Með sigri tryggir United sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea; Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Telles; Fred, McTominay; Donny, Sancho, Martial; Ronaldo.
(Varamenn: Heaton, Henderson, Bailly, Dalot, Bruno, Lingard, Amad, Matic, Rashford, Mata)
Athugasemdir
banner
banner
banner