Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. nóvember 2021 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári ekki áfram aðstoðarþjálfari landsliðsins (Staðfest)
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson.
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður hefur gegnt starfi aðstoðarþjálfara landsliðsins í ár.
Eiður hefur gegnt starfi aðstoðarþjálfara landsliðsins í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki lengur aðstoðarþjálfari landsliðsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KSÍ sendi frá sér seint í kvöld.

Í yfirlýsingunni segir: „Virkjað hefur verið endurskoðunarákvæði í ráðningasamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi."

Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ og fór í tímabundið leyfi síðasta sumar. Það var vegna þess að myndband af honum komst í dreifingu þar sem hann var ölvaður að kasta af sér vatni á Ingólfstorgi. Það kom í kjölfar umræðu um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis í umræðuþætti um enska boltann í Sjónvarpi Símans í mars.

Ekki hefur verið gefið upp hvort starfslokin tengist þessum málum eitthvað.

Sjá einnig:
Arnar um Eið Smára: Getum ekki hagað okkur hvernig sem er

Yfirlýsing KSÍ
Stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað hefur verið endurskoðunarákvæði í ráðningasamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi.

Eiður Smári, sem lék á sínum tíma 88 A-landsleiki og skoraði í þeim 26 mörk, hefur verið í þjálfarateymi liðsins frá desember 2020 og starfað með því í öllum leikjum ársins 2021 – þremur vináttuleikjum og 10 leikjum í undankeppni HM 2022.

„Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi. Ég vil þakka öllum innan sambandsins fyrir frábært samstarf undanfarið ár. Síðasta ár hefur verið mjög krefjandi bæði innan vallar sem og utan bæði fyrir mig persónulega sem og sambandið. Áfram Ísland!“ segir Eiður Smári.

KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner