þri 23. nóvember 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Leyfið honum að skrifa undir, Carrick er við stýrið!"
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: EPA
Michael Carrick stýrði Manchester United í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með sigri gegn Villarreal á útivelli í kvöld.

Carrick stýrir United til bráðabirgða eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara. Carrick var í þjálfarateymi Solskjær en fékk að halda áfram.

Það er mikið gert grín að því á samfélagsmiðlum núna að United eigi að gefa Carrick samning um að stýra liðinu áfram - líkt og þeir gerðu þegar Solskjær stýrði Man Utd til bráðabirgða.

Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, tekur þátt í gríninu og vitnar í Rio Ferdinand á Twitter.

„Setjið samninginn á borðið og leyfið honum að skrifa undir, leyfið honum að setja niður hvaða tölu sem er, leyfið honum að skrifa undir. Carrick er við stýrið!" skrifaði Carragher.

Þetta var það sem Ferdinand sagði um Solskjær eftir eftirminnilegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinu. Man Utd svaraði kallinu og gaf Solskjær nýjan samning. Það endaði ekki frábærlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner