Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. nóvember 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meira en milljón manns horft á myndbandið af Þorleifi
Þorleifur Úlfarsson.
Þorleifur Úlfarsson.
Mynd: Duke
Í gær fór í dreifingu myndband af Þorleifi Úlfarssyni, leikmanni Duke í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hann gerði allt vitlaust í leik sem hann spilaði um síðustu helgi gegn UCLA.

Hann gerði grín að markverði UCLA eftir að Duke hafði skorað og hermdi eftir tilraun hans til að verja boltann. Það fór illa í markvörðinn og samherja hans.

Einn leikmaður réðist að Þorleifi og hrinti honum harkalega niður í jörðina. Allt sauð upp úr.

Sigurður Gísli Snorrason, leikmaður Aftureldingar, setti myndbandið á Twitter og fór það í mikla dreifingu. Því var deilt á Football Shithousery sem er með meira en 330 þúsund fylgjendur. Þar fékk það mikla athygli.

Núna hafa meira en 1,4 milljón manns séð myndbandið sem er hér að neðan. Þorleifur, sem hefur vakið áhuga hjá félögum í MLS-deildinni, að fá heimsathygli.


Athugasemdir
banner
banner
banner