Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mið 23. nóvember 2022 08:13
Elvar Geir Magnússon
Utandeildarlið með fyrsta tilboðið til Ronaldo
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: EPA
Utandeildarliðið FC Crewe er fyrsta félagið sem býður Cristiano Ronaldo samning, eftir að leiðir Ronaldo og Manchester United skildu í kjölfarið á viðtalinu við Piers Morgan.

AFC Crewe er í fjórtándu deild enska deildastigans og tilkynnti félagið á Twitter að það hefði boðið Ronaldo samning upp á 35 pund í vikulaun, eða tæplega 6 þúsund íslenskar krónur. Það gerði hann að launahæsta leikmanni félagsins.

Búast má við því að Ronaldo hafi úr mörgum tilboðum að velja og bíða menn í Crewe spenntir eftir svari frá portúgölsku stórstjörnunni.

Sjá einnig:
Boehly finnst freistandi að fá Ronaldo

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að staða Ronaldo hafi verið eins og tifandi tímasprengja á Old Trafford. Í gær var staðfest að samningi hans hefur verið rift.

„Báðir aðilar fengu það sem þeir vildu. Þegar Ronaldo sagði í sumar að hann ætlaði að opinbera atriði bak við tjöldin varð hann tifandi tímasprengja. Hann vildi fara í viðtalið svo þetta yrði niðurstaðan," segir Ferdinand.

„Þetta er sorglegur endir á ferli hans hjá Manchester United. Hann og Erik ten Hag pössuðu engan veginn saman. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort Meistaradeildarlið reyni að fá hann," segir Alan Shearer.

Rætt var um tíðindin í hlaðvarpsþættinum HM hringborðið þar sem talað er um að lykillinn að því að Ronaldo fari í stórt félag liggi i því hvernig frammistaða hans verður í Katar.
HM hringborðið - Yfirferð með Davíð Snorra: Stór lið strax undir pressu
Athugasemdir
banner
banner
banner