Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 24. janúar 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Skellur fyrir Roma - Diawara meiddur næstu mánuðina
Diawara var keyptur frá Napoli síðasta sumar. Hann er lykilmaður í landsliði Gíneu.
Diawara var keyptur frá Napoli síðasta sumar. Hann er lykilmaður í landsliði Gíneu.
Mynd: Getty Images
Meiðslavandræðin á miðju AS Roma virðast engan endi ætla að taka en Amadou Diawara verður frá næstu mánuðina vegna hnémeiðsla. Diawara reif liðþófa.

Miðjumaðurinn efnilegi Nicolò Zaniolo er frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossband og þá er Henrikh Mkhitaryan tæpur en hann hefur verið að glíma við meiðsli stærstan hluta tímabilsins. Javier Pastore er einnig frá vegna meiðsla.

Allir miðjumenn Roma, að undanskildum Jordan Veretout, hafa orðið fyrir meiðslum á tímabilinu. Kantmenn liðsins hafa einnig verið mikið frá sem og bakverðir.

Talið er að Diawara verði frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna. Hann er aðeins 22 ára gamall og hefur sinnt lykilhlutverki eftir að hafa komið til baka úr meiðslum í nóvember.

Þrátt fyrir öll þessi vandræði er Roma í fjórða sæti ítölsku deildarinnar sem stendur, sjö stigum frá Lazio í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner