banner
   sun 24. janúar 2021 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Gylfi lék allan tímann í sannfærandi sigri
Everton er komið áfram í fimmtu umferð.
Everton er komið áfram í fimmtu umferð.
Mynd: Getty Images
Everton 3 - 0 Sheffield Wed
1-0 Dominic Calvert-Lewin ('29 )
2-0 Richarlison ('59 )
3-0 Yerry Mina ('62 )

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton vann sannfærandi sigur á Sheffield Wednesday úr næst efstu deild í lokaleik dagsins í fjórðu umferð enska FA-bikarsins.

Dominic Calvert-Lewin kom Everton yfir á 29. mínútu eftir gott samspil hjá Andre Gomes og Gylfa Þór Sigurðssyni. Gomes átti sendingu á fjærstöngina og þar var sóknarmaðurinn mættur til að sejta boltann í netið.

Staðan var 1-0 í hálfleik og Sheffield Wednesday enn inn í leiknum. Næsta mark myndi ráða miklu um það hvernig leikurinn færi.

Það var Everton sem gerði næsta mark og var þar að verki Brasilíumaðurinn Richarlison. Stuttu síðar skoraði Yerry Mina og gerði algjörlega út um leikinn. Bæði mörkin voru skoruð eftir hornspyrnur James Rodriguez.

Lokatölur 3-0 og sanngjarn, og mjög svo sannfærandi, sigur Everton staðreynd. Everton mun mæta annað hvort Wycombe eða Tottenham í næstu umferð.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton í kvöld.

Önnur úrslit í dag:
Enski bikarinn: Abraham setti þrennu og Werner klúðraði víti
Enski bikarinn: Leicester kom til baka - Jói Berg spilaði í sigri
Enski bikarinn: Fernandes hetja Man Utd gegn Liverpool
Athugasemdir
banner
banner