Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 24. janúar 2021 05:55
Victor Pálsson
Ítalía í dag - Juventus þarf þrjú stig
Juventus þarf verulega á sigri að halda í Serie A í hádeginu þegar liðið spilar við Bologna heimavelli sínum í Túrin.

Liðið hefur tapað tveimur af síðustu fimm deildarleikjum sínum og eitt af þeim var 0-3 tap heima gegn Fiorentina.

Napoli mætir einnig til leiks seinna um daginn en klukkan 14:00 spilar liðið við Verona á útivelli.

Verona er í níunda sæti deildarinnar fyrir leikinn en Napoli situr í því fjórða eftir sigur Roma á Spezia í gær.

Fimm leikir eru spilaðir yfir daginn en kvöldleikurinn er viðureign Parma og Sampdoria.

Hér má sjá dagskrána í dag.

Ítalska úrvalsdeildin:
11:30 Juventus - Bologna
14:00 Genoa - Cagliari
14:00 Verona - Napoli
17:00 Lazio - Sassuolo
19:45 Parma - Sampdoria
Athugasemdir
banner
banner