Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 24. janúar 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Chiesa verður frá í um sjö mánuði
Federico Chiesa, sóknarleikmaður Juventus, verður frá í um sjö mánuði eftir að hafa þurft að gangast undir aðgerð á vinstra hné.

Chiesa fór í aðgerðina í Austurríki og samkvæmt tilkynningu Juventus þá heppnaðist hún vel.

Ítalski landsliðsmaðurinn meiddist í 4-3 sigri Juve gegn Roma fyrir tveimur vikum síðan.

Hann var þá nýlega kominn til baka eftir vöðvameiðsli.

Chiesa hefur skorað fjögur mörk fyrir Juventus á þessu tímabili en hann mun missa af umspili ítalska landsliðsins fyrir HM í Katar. Ítalía fær Norður-Makedóníu í heimsókn 24. mars.
Athugasemdir
banner
banner