Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. janúar 2022 14:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
María að finna taktinn í nýrri stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Catharina Ólafsd. Gros er að gera flotta hluti með liði Celtic í skosku úrvalsdeildinni. María er átján ára (2003) og er uppalin hjá Þór/KA. Hún á að baki 26 leiki fyrir yngri landsliðin. Hún gekk í raðir Celtic um mitt síðasta sumar.

María skoraði tvö mörk í 0-7 útisigri gegn Partick Thistle í gær. Hún hefur verið að spila í nýrri stöðu, sem vængbakvörður.

„Ég er mjög glöð og þegar ég gekk í raðir Celtic var markmiðið að skora mikið af mörkum. Það gerðist ekki í byrjun en mér finnst ég vera kominn í takt," sagði María í viðtali eftir leikinn í gær.

„Ég hef ekki spilað sem vængbakvörður áður og það eru nokkrir hlutir sem ég þarf að bæta. Ég er mjög sátt með að ná að skora tvö mörk."

María kom inn á byrjunina sína hjá Celtic en hún var aðeins inn og út úr liði Celtic á síðasta ári.

„Ég reyni að vera með jákvætt hugarfar, ég er mjög ung og þetta er fyrsti atvinnumannasamningurinn. Á æfingum þarf ég að sýna hversu mikið ég vil spila," sagði María.


Athugasemdir
banner
banner
banner