Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. janúar 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rauði Baróninn ráðinn þjálfari Stokkseyrar
Mynd: Stokkseyri
Stokkseyri tilkynnti í gær um nýtt þjálfarateymi hjá meistaraflokki karla.

Garðar Örn Hinriksson, Rauði Baróninn, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Honum til aðstoðar er Suðurlandsins eina von, Arilíus Marteinsson og þá mun Óskar Valberg Arilíusson einnig aðstoða Garðar.

Garðar er fyrrum knattspyrnudómari og Stokkseyringur að upplagi.

„Hann er mikill aðdáandi okkar liðs, fyrrum leikmaður og hefur dæmt fyrir okkar hönd á glæstum dómaraferli sínum en þess má geta að hans síðasti leikur í dómgæslu var einmitt í leik okkar manna á Stokkseyrarvelli," segir í tilkynningu Stokkseyrar.

„Líkt og með Garðar þarf varla að kynna Alla og Óskar en þeir eru miklir Stokkseyringar sem hafa öðlast reynslu upp með fjalli sem og eru tengdir sterkum böndum strandarinnar fögru," segir einnig í tilkynningunni.

Stokkseyri lenti í sjöunda sæti af átta liða C-riðli í 4. deild í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner