þri 24. janúar 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Bournemouth búið að semja við Villarreal um Jackson
Nicolas Jackson (til hægri).
Nicolas Jackson (til hægri).
Mynd: EPA
Bournemouth hefur samið við spænska félagið Villarreal um 20 milljóna punda kaupverð á senegalska framherjanum Nicolas Jackson.

Jackson getur spilað í öllum sóknarstöðunum og hefur skorað þrjú mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

Jackson er 21 árs og verður önnur kaup Bournemouth í janúarglugganum, eftir að Dango Ouattara var keyptur frá Lorient.

Bournemouth er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið gerði jafntefli við Nottingham Forest síðasta laugardag..

Jackson hefur verið hjá Villarreal síðan 2019 en hann var fyrst með varaliði félagsins áður en hann fékk tækifæri með aðalliðinu í október 2021.

Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Senegal á HM, þegar hann kom inn sem varamaður gegn Hollandi.

Bandaríski viðskiptamaðurinn Bill Foley tók yfir Bournemouth í síðasta mánuði en hann hefur lofað að styrkja hópinn hjá Gary O'Neil til að stýra liðinu frá fallhættu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner