fös 24. janúar 2025 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG og Real Madrid blanda sér í baráttuna um Jhon Duran
Mynd: EPA
Jhon Duran, framherji Aston Villa, er gríðarlega eftirsóttur en West Ham hefur reynt að næla í hann án árangurs.

Thee Telegraph greindi frá því í dag að Al-Nassr hafi áhuga á honum og er meðvitað um að Aston Villa vilji fá um 80 milljónir punda fyrir hann.

Franski miðillinn Foot Mercato greinir nú frá því að Real Madrid hafi einnig áhuga á honum ásamt PSG.

Duran er 21 árs gamall kólumbískur framherji. Hann hefur verið í skugganum á Ollie Watkins og heefur ekki fengið marga sénsa í byrjunarliðinu en hann hefur komið við sögu í 19 leikjum í úrvalsdeildinni, oftast sem varamaður, á þessari leiktíð og skorað sjö mörk.

Hann gekk til liðs við Villa frá Chicago Fire fyrir tveimur árum og hefur leikið 77 leiki og skorað 20 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner