West Ham United er að finna taktinn og stefnir allt í að liðið sæki sinn þriðja sigur í röð í öllum keppnum og það í fyrsta sinn á tímabilinu en liðið er 3-0 yfir gegn Sunderland í hálfleik í deildinni.
Hamrarnir hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu en Nuno Espirito Santo virðist vera að ná að rétta úr kútnum.
Þeir unnu 2-1 sigur á Tottenham í síðustu umferð og komust þá áfram í bikarnum.
Núna er staðan 3-0 í hálfleik gegn nýliðum Sunderland, en Crysenscio Summerville skoraði með flottum skalla áður en Jarrod Bowen tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu.
Mark Portúgalans Mateus Fernandes er hins vegar lang flottasta mark leiksins til þessa en hann átti þrumuskot sem flaug í samskeytin.
Hægt er að sjá þetta stórfenglega mark hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir





