Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 12:18
Brynjar Ingi Erluson
Norwich fær Amass á láni frá Man Utd (Staðfest)
Mynd: Norwich City
Englendingurinn Harry Amass er mættur til Norwich City á láni frá Manchester United út þetta tímabil.

Þessi 18 ára gamli vinstri bakvörður eyddi fyrri hluta tímabilsins á láni hjá botnliði Sheffield Wednesday þar sem hann kom að tveimur mörkum í 21 leik.

Hann sneri aftur til Man Utd í byrjun árs og hefur nú verið lánaður aftur út en hann mun leika með Norwich út leiktíðina.

Amass á að hjálpa liðinu í fallbaráttunni í B-deildinni en hann mun klæðast treyju númer 2. Ölfugur leikmaður sem Norwich er að fá en Amass var valinn leikmaður mánaðarins í nóvember og desember er hann var hjá Wednesday.

Á síðasta tímabili var hann valinn besti leikmaðurinn hjá akademíu United, en hann gekk í raðir félagsins árið 2023 eftir að hafa spilað með unglingaliðum Watford.


Athugasemdir
banner