Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 24. febrúar 2020 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jó opnaði markareikninginn með tvennu
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Twitter
Aron Jóhannsson skoraði tvennu þegar Hammarby vann sinn fyrsta leik í sænska bikarnum. Hans fyrstu mörk í keppnisleik með Hammarby.

Hammarby tók á móti Varberg og skoraði Aron fyrsta mark leiksins á 19. mínútu. Aron skoraði annað mark sitt eftir tæpan klukkutíma og kom þá Hammarby í 4-0.

Alexander Kačaniklić, fyrrum leikmaður Fulham, Watford og Burnley skoraði einnig tvennu fyrir Hammarby í leiknum.

Leikurinn endaði með 5-1 sigri Hammarby sem er núna með þrjú stig í riðli sínum í sænsku bikarkeppninni. Efsta lið hvers riðils fer áfram í 8-liða úrslitin.

Aron, sem spilaði 78 mínútur í kvöld, kom til Hammarby frá Werder Bremen í júlí á síðasta ári. Hann spilaði tíu leiki í sænsku úrvalsdeildinni án þess að skora.

Jón Dagur kom ekki við sögu
Jón Dagur Þorsteinsson sat allan tímann á bekknum þegar AGF frá Árósum vann 2-1 sigur á útivelli gegn Horsens í dönsku úrvalsdeldinni.

Casper Højer Nielsen, vinstri bakvörður AGF, skoraði sigurmark síns liðs eftir tíu mínútur í seinni hálfleik.

AGF hefur verið að eiga fínt tímabil og er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig. Horsens er með 25 stig í 11. sæti. Jón Dagur hefur á þessu tímabili skorað fimm mörk í 16 deildarleikjum á þessu tímabili í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner