Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. febrúar 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Inter spilar líklega fyrir luktum dyrum
Mynd: Getty Images
Líklegt er að Inter spili fyrir luktum dyrum þegar liðið mætir Ludogorets í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag. Þetta er gert af ótta við smithættu vegna kórónu veirunnar.

Fjórum leikjum í Serie A var frestað af þessum sökum en kóróna veiran hefur greinst á Ítalíu undanfarna daga.

Margir skólar í Milanó voru lokaðir í dag og UEFA reiknar með að Inter spili fyrir luktum dyrum á fimmtudag.

Juventus og Inter eiga að mætast í risaslag í Serie A á sunnudag en möguleiki er á að þeim leik verði frestað. Fundað hefur verið um málið í dag.

137 hafa greinst með kóróna veiruna á Ítalíu sem er það mesta í einu landi í Evrópu. 77 þúsund manns hafa greinst með veiruna í Kína og tæplega 2600 hafa látið lífið.
Athugasemdir
banner