Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 24. febrúar 2024 11:20
Aksentije Milisic
Renato Punyed í ÍR (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Renato Punyed er genginn í raðir ÍR í Lengjudeild karla en hann kemur til liðsins frá Ægi.


Renato á að baki 59 leiki og 6 mörk en ásamt Ægi hefur hann einnig spilað fyrir ÍR áður og þá á hann einn deildarleik að baki með ÍBV í efstu deild.

Hann er miðjumaður og eldri bróðir hans er Pablo Punyed sem leikur með Íslands- og bikarmeisturunum í Víkingi.

Renato spilaði nítján leiki með Ægi í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð en liðið féll þá úr henni og mun því spila í 2. deildinni þetta sumarið.

ÍR lenti í öðru sæti í 2. deild á síðustu leiktíð og því mun Renato taka aftur slaginn í næstefstu deild en nú með ÍR.


Athugasemdir
banner
banner
banner